Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds aðfaranótt miðvikudags 23. maí
til og með aðfaranætur föstudagsins 25. maí frá miðnætti til kl. 6 að
morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Þá kom fram að á Vestfjörðum er snjóþekja í Ísafjarðardjúpi, á Hrafnseyrarheiði og hálkublettir eru á Hálfdáni, Kleifaheiði og Dynjandisheiði. Á Norðurlandi er snjóþekja á Þverárfalli og snjóþekja og éljagangur á Vatnsskarði. Á Austurlandi er hálkublettir á Hellisheiði eystri.
Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir