Fyrsti Kmerinn fyrir dóm Guðjón Helgason skrifar 20. nóvember 2007 12:45 Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Þeim er kennt um dauða nærri tveggja milljóna manna. Kaing Guek Eav, öðru nafni Duch, er 66 ára. Hann var leiddur inn í þéttskipaðan dómssalinn í morgun. Hann er fyrsti leiðtogi Rauðu kmeranna sem þarf að svara til saka fyrir ódæðin á valdatíma þeirra. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að hann yrði látinn laus gegn tryggingu áður en sjálfur málflutningurinn hefst á næstu dögum. Sú bón er nú til meðferðar. Duch stjórnaði Tuol Sleng fangelsinu í höfuðborginni Phnom Penh með harðri hendi. Hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Um 16 þúsund menn, konur og börn voru pyntuð þar og síðan myrt. 14 lifðu hörmungarnar í Tuol Sleng af. 4 til viðbótar eru í haldi og bíða þess að dómstóll Sameinuðu þjóðanna taki mál þeirra fyrir. Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, var handtekinn í gær og Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í síðustu viku. Noun Chea, næstráðand á eftir leiðtoganum Pol Pot, er einnig í haldi auk Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Pot sjálfur lést 1998. Nokkurn tíma hefur tekið að draga Kmerana fyrir dóm. Margir þeirra hafa um frjálst höfuð strokið allar götur frá lokum ógnarstjórnarinnar. Sumir þeirra sem þurftu að þola harðræði hafa síðan búið í návígi við fyrrverandi kvalara sína. Nú vill þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Þeim er kennt um dauða nærri tveggja milljóna manna. Kaing Guek Eav, öðru nafni Duch, er 66 ára. Hann var leiddur inn í þéttskipaðan dómssalinn í morgun. Hann er fyrsti leiðtogi Rauðu kmeranna sem þarf að svara til saka fyrir ódæðin á valdatíma þeirra. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að hann yrði látinn laus gegn tryggingu áður en sjálfur málflutningurinn hefst á næstu dögum. Sú bón er nú til meðferðar. Duch stjórnaði Tuol Sleng fangelsinu í höfuðborginni Phnom Penh með harðri hendi. Hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Um 16 þúsund menn, konur og börn voru pyntuð þar og síðan myrt. 14 lifðu hörmungarnar í Tuol Sleng af. 4 til viðbótar eru í haldi og bíða þess að dómstóll Sameinuðu þjóðanna taki mál þeirra fyrir. Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, var handtekinn í gær og Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í síðustu viku. Noun Chea, næstráðand á eftir leiðtoganum Pol Pot, er einnig í haldi auk Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Pot sjálfur lést 1998. Nokkurn tíma hefur tekið að draga Kmerana fyrir dóm. Margir þeirra hafa um frjálst höfuð strokið allar götur frá lokum ógnarstjórnarinnar. Sumir þeirra sem þurftu að þola harðræði hafa síðan búið í návígi við fyrrverandi kvalara sína. Nú vill þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira