Innlent

Fjórum sleppt úr haldi á Selfossi

Lögreglan á Selfossi sleppti í gærkvöldi fjórum mönnum úr haldi, sem teknir voru í fyrrinótt vegna rannsóknar á hnífstungumáli í vinnubúðum Hellisheiðarvirkjunar um helgina.

Einn er eftir og hefur verið krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Dómari tók sér frest til hádegis í dag. Meðal þeirra, sem voru í haldi lögreglunnar í gær, var þolandinn sjálfur.

Lögregla þurfti að hafa tal af honum, en hann var svo drukkinn að gripið var til þess ráðs að geyma hann i fangaklefa svo af honum rynni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×