Tugir barna notið hágæslu Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. ágúst 2007 18:43 Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.Í mars á síðasta ári var viðtal í fréttaskýringaþættinum Kompási við foreldra sem urðufyrir þeirri átakanlegu reynslu að barn þeirra dó í örmum þeirra á hlaupum frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. Í kjölfarið varð mikil umræða um nauðsyn þess að koma upp hágæsluherbergi svokölluðu á Barnaspítalanum. Fram kom að sextíu milljónir kostaði árlega að reka slíkt hágæsluherbergi. Þremur dögum eftir Kompás þáttinn gáfu Jóhannes í Bónus og börn hans tvö spítalanum 300 milljónir sem myndu dreifast á fimm ár - nægan pening til að reka hágæslu í fimm ár.Tveimur mánuðum síðar var aftur viðtal í Kompási og þá við foreldra lítillar stúlku sem þurftu sjálf að vaka yfir henni á spítalanum þar sem enn var engin hágæsla á spítalanum. Síðan hafa engar fréttir borist af málinu. Þegar fréttastofa hafði samband við Atla Dagbjartsson, yfirlækni á vökudeild Barnaspítalans, í dag sagði hann að hágæslan hefði verið rekin frá því í haust. Síðan þá hefðu tugir barna notið gæslunnar, en nákvæma tölu hafði hann ekki á takteinum. Gjöfin hefði nýst í fyrsta lagi til að hafa hjúkrunarfræðing stöðugt á vakt yfir barni sem er í hágæslu, í öðru lagi væri nú hægt að hafa sérfræðing á vakt í húsi allan sólarhringinn, en áður var hann á bakvakt. Í þriðja lagi hefði verið hægt að endurmennta starfsfólk. Atli sagði þó að hágæslan væri enn í mótun og skipulagið yrði endurskoðað í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.Í mars á síðasta ári var viðtal í fréttaskýringaþættinum Kompási við foreldra sem urðufyrir þeirri átakanlegu reynslu að barn þeirra dó í örmum þeirra á hlaupum frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. Í kjölfarið varð mikil umræða um nauðsyn þess að koma upp hágæsluherbergi svokölluðu á Barnaspítalanum. Fram kom að sextíu milljónir kostaði árlega að reka slíkt hágæsluherbergi. Þremur dögum eftir Kompás þáttinn gáfu Jóhannes í Bónus og börn hans tvö spítalanum 300 milljónir sem myndu dreifast á fimm ár - nægan pening til að reka hágæslu í fimm ár.Tveimur mánuðum síðar var aftur viðtal í Kompási og þá við foreldra lítillar stúlku sem þurftu sjálf að vaka yfir henni á spítalanum þar sem enn var engin hágæsla á spítalanum. Síðan hafa engar fréttir borist af málinu. Þegar fréttastofa hafði samband við Atla Dagbjartsson, yfirlækni á vökudeild Barnaspítalans, í dag sagði hann að hágæslan hefði verið rekin frá því í haust. Síðan þá hefðu tugir barna notið gæslunnar, en nákvæma tölu hafði hann ekki á takteinum. Gjöfin hefði nýst í fyrsta lagi til að hafa hjúkrunarfræðing stöðugt á vakt yfir barni sem er í hágæslu, í öðru lagi væri nú hægt að hafa sérfræðing á vakt í húsi allan sólarhringinn, en áður var hann á bakvakt. Í þriðja lagi hefði verið hægt að endurmennta starfsfólk. Atli sagði þó að hágæslan væri enn í mótun og skipulagið yrði endurskoðað í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira