10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf 29. mars 2007 18:36 Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira