Umsögn borgarráðs í nektardansmálinu er ólögmæt 22. nóvember 2007 18:35 BrynjarNíelsson. „Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt," segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi. „Borgarráð heldur að því sé ætlað að veita einhverja undanþágu í þessu máli. Það er bara ekki þannig. Ráðið er bara umsagnaraðili í málinu og þeim er eingöngu ætlað að veita umsögn um hvort staðsetning staðarins sé í samræmi við skipulag borgarinnar," segir Brynjar. „Þessu fólki er ekki ætlað að ákveða hvort nektardans sé vondur eða góður," bætir hann við og segir ennfremur að af þessu leiði að umsögn borgarinnar sé ólögmæt. „Þetta eru ólögmæt sjónarmið vegna þess að þeim er ekki falið þetta mat í lögunum." Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald segir í 10. grein að sex aðilum sé ætlað að veita leyfisveitanda umsagnir um hvort veita eigi stað rekstrarleyfi. Þar segir að sveitarstjórnum, sem er borgarráð í þessu tilviki, sé ætlað að veita umsögn sem staðfestir að „afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé í innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um." Brynjar segir að þetta sé eina hlutverk borgaráðs í ferlinu. „Alveg eins og slökkviliðsstjóra er falið að segja til um hvort brunavarnir séu fullnægjandi og lögreglu er falið að veita umsögn um hvort dyravarsla sé nauðsynleg." Minnihlutinn í borgarráði virðist taka undir með Brynjari því á fundinum bókaði minnihluti að þrátt fyrir að þar á bæ hafi menn skömm á nektardansstöðum sé ekki hægt að horfa fram hjá því að starfsemin sé heimil samkvæmt lögum og á meðan svo sé „leikur mikill vafi á því að borgarráðsmenn geti tekið ákvarðanir með þeim hætti sem lagt er til í þessu máli. Lögfræðingar borgarinnar hafa bent á að slík ákvarðanataka gæti bakað broginni skaðabótaskyldu." Brynjar segir ekki ljóst á þessum tímapunkti hvort umbjóðandi hans ætli sér að leita réttar síns í þessu máli. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
„Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt," segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi. „Borgarráð heldur að því sé ætlað að veita einhverja undanþágu í þessu máli. Það er bara ekki þannig. Ráðið er bara umsagnaraðili í málinu og þeim er eingöngu ætlað að veita umsögn um hvort staðsetning staðarins sé í samræmi við skipulag borgarinnar," segir Brynjar. „Þessu fólki er ekki ætlað að ákveða hvort nektardans sé vondur eða góður," bætir hann við og segir ennfremur að af þessu leiði að umsögn borgarinnar sé ólögmæt. „Þetta eru ólögmæt sjónarmið vegna þess að þeim er ekki falið þetta mat í lögunum." Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald segir í 10. grein að sex aðilum sé ætlað að veita leyfisveitanda umsagnir um hvort veita eigi stað rekstrarleyfi. Þar segir að sveitarstjórnum, sem er borgarráð í þessu tilviki, sé ætlað að veita umsögn sem staðfestir að „afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé í innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um." Brynjar segir að þetta sé eina hlutverk borgaráðs í ferlinu. „Alveg eins og slökkviliðsstjóra er falið að segja til um hvort brunavarnir séu fullnægjandi og lögreglu er falið að veita umsögn um hvort dyravarsla sé nauðsynleg." Minnihlutinn í borgarráði virðist taka undir með Brynjari því á fundinum bókaði minnihluti að þrátt fyrir að þar á bæ hafi menn skömm á nektardansstöðum sé ekki hægt að horfa fram hjá því að starfsemin sé heimil samkvæmt lögum og á meðan svo sé „leikur mikill vafi á því að borgarráðsmenn geti tekið ákvarðanir með þeim hætti sem lagt er til í þessu máli. Lögfræðingar borgarinnar hafa bent á að slík ákvarðanataka gæti bakað broginni skaðabótaskyldu." Brynjar segir ekki ljóst á þessum tímapunkti hvort umbjóðandi hans ætli sér að leita réttar síns í þessu máli.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira