Fótbolti

Síðasta tækifæri Liverpool

Það voru skoruðu 9 mörk í síðasta leik Liverpool og Arsenal.
Það voru skoruðu 9 mörk í síðasta leik Liverpool og Arsenal. MYND/Getty

Liverpool-menn fá í dag síðasta tækifærið til þess að vinna Arsenal á tímabilinu þegar liðin mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur: 0-3 í fyrri deildarleiknum á Emirates-vellinum og svo tvisvar á þremur dögum á Anifeld í bikarkeppnunum, fyrst 1-3 í FA-bikarnum og svo 3-6 í deildarbikarnum.

„Ég er viss um að töpin fyrir þeim í bikarnum og deildarbikarnum hjálpi mínum mönnum til þess að koma grimmir inn í þennan leik. Það er enginn búinn að gleyma þessum leikjum. Það er alltaf stórleikur þegar við mætum Arsenal og þetta verður gaman,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×