Stjórn sjúkrahússins þar sem George Clooney var til meðferðar eftir að hann slasaðist í árekstri á mótorhjóli sínu hefur sakað 40 starfsmenn, meðal annars lækna, um að hafa í óleyfi skoðað sjúkraskrá leikarans.
Sjö starfsmenn hafa verið reknir í eins mánaðar launalaust leyfi.
Stéttarfélög þessara starfsmanna hafa sakað sjúkrahúsið um að fara offari. Sjálfur er Clooney leiður yfir þessu máli.
Hann sagði í yfirlýsingu að þótt hann styddi eindregið réttindi og friðhelgi sjúklinga, vonaðist hann til að hægt verði að ljúka málinu án þess að heilbrigðisstarfsmenn yrðu reknir.