Brotist var inn í apótek á Akureyri í nótt og þaðan stolið lyfjum. Öryggisverðir urðu varir við innbortið, hlupu þjófinn uppi og héldu honum þartil lögregla kom á vettvang og handtók hann.
Á hlaupunum hafði hann reynt að fela eitthvað af lyfjunum, en þau fundust. Maðurinn, sem er um tvítugt er ekki þekktur af neinu viðlíka, að minnsta kosti ekki norðan heiða.