Foreldrar ræningjanna fjögurra, sem frömdu vopnað rán í Sunnubúð við Lönguhlíð í Reykjavík í gærmorgun, sóttu syni sína á lögreglustöðina í Reykjavík í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum yfir þeim.
Þeir voru handteknir á heimili eins þeirra. Allir eru þeir sextán ára, hafa ekki gerst brotlegir áður og eru ekki taldir fíkniefnaneytendur. Barnaverndaryfirvöld fá nú mál þeirra til meðferðar