Erlent

Brak vélarinnar fannst loksins

Brak farþegaþotunnar, sem leitað hefur verið að síðan hún hvarf af ratsjám í óveðri fyrir tíu dögum, fannst í Indónesíu í fyrradag þegar sjómaður dró stórt málmstykki úr sjó í norðausturhluta Indónesíu.

Raðnúmer sem fannst á braki staðfesti að um týndu þotuna væri að ræða.

Þó að enginn hinna 102 sem voru um borð hafi enn fundist færðu þessi tíðindi nokkra huggun hundruðum aðstandenda sem hafa beðið í óvissu um afdrif ástvina sinna frá hvarfi þotunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×