Innlent

Góðkunningjar teknir á stolnum bíl

MYND/Guðmundur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi hendur í hári tveggja góðkunningja sem voru á stolnum bíl. Mennirnir voru handteknir í Súðarvogi en fyrr um daginn hafði borsit tilkynning þess efnis að aðilar á sama bíl hefðu í frammi ósæmilega hegðun.

Að sögn lögreglu er yngri maðurinn um tvítugt en sá eldri nálægt þrítugu. Sá fyrrnefndi ók bílnum án þess að hafa ökuréttindi en hann hefur aldrei öðlast þau. Þetta er ekki fyrsta umferðarlagabrot piltsins því fyrr í sumar bakkaði hann bíl á lögreglubíl og hlutust af því minniháttar skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×