Innlent

Húsin standa auð

Svokölluð Búmannshús á Klaustri standa auð þar sem þau þykja of dýr. Húsin voru byggð fyrir eldri borgara á sínum tíma en eru nú til sölu. Búið var í húsunum í vetur en síðan þá hafa þau staðið auð. Algengt verð fyrir svipað húsnæði á Klaustri eru 4 til 5 milljónir en þessi hús eru meira en tvöfalt dýrari.

Upphaflega voru þau byggð fyrir eldri borgara af fyrirtækinu Búmönnum en samkvæmt heimildum fréttastofu þótti íbúunum verðið of hátt og fluttu þeir því í ódýrara húsnæði annars staðar í bænum.

Meðað mikill uppgangur er hjá nágrannasveitarfélaginu Vík virðist allt standa í stað á Klaustri. Æ færri ferðamenn hafa viðkomu í bænum og kenna bæjarbúar sundlaugarleysi um. Gamla sundlaugin hefur ekki verið opin í meira en ár og sú nýja er enn ekki tilbúin þrátt fyrir loforð þar um. Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu hefur því gengið verr en síðustu ár.

Að sögn staðarhaldara á Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri vonast fólk til að með nýju lauginni muni ferðamannastraumur að Klaustri aukast á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×