Lögreglan í Keflavík kom konu til hjálpar þar sem hún var blaut og köld, fótgangandi á Grindavíkurveginum á fimmta tímanum í nótt.
Það varð henni vafalítið til happs, í kaldri krapa rigningunni, að vegfarandi sá til hennar og lét lögreglu vita, en venjulega er lítil sem engin umferð um veginn um þetta leiti nætur. Konan, sem var ölvuð, hafði lent í ósætti við fólk í Grindavík og ætlaði að ganga til Reykjavíkur.-