Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega 10. maí 2006 17:34 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira