Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk 23. september 2006 08:00 hryðjuverkin í madríd Eftir á að hyggja sjá menn nú að koma hefði mátt í veg fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og Evrópulöndum, hefðu allar upplýsingar sem fyrir lágu borist greiðlega milli öryggisþjónusta. Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum. Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum.
Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira