Atvinna, fjölskyldu- og skipulagsmál í forgrunni 3. maí 2006 11:52 Oddur Halldórsson, Anna Halla Emilsdóttir, Víðir Benediktsson, Halla Björk Reynisdóttir og Nói Björnsson. Samsett mynd / Vísir L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Nú er stefnan sett á 3 bæjarfulltrúa. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa hennar og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. Stefnuskrá L-listans, lista fólksins fyrir næsta kjörtímabil er unnin eftir þeim markmiðum sem flokksmenn hafa sett sér, eftir spurningunni: "Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtímabils, árið 2010?" Í stefnuskrá L-listans segir m.a.; "Við viljum að Akureyri verði enn betri bær og til þess leggjum við áherslu á meðal annars eftirfarandi mál: • Bætt skipulag innanbæjarsamgangna; • Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi; • Ljúka skipulagi háskólasvæðis; • Akureyri sé fjölskylduvænn bær; • Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu; • Frítt í strætó! • Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi - án skólagjalda; • Einkavæðum ekki skólana; • Leik- og grunnskólar: Heitur matur í hádeginu, eldaður á Akureyri! • Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings; • Orkuháskólinn er boðinn velkominn! • Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af; • Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði; • Vinnum markvist að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gerum Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki; • Vinnum markvisst að markaðssetningu Akureyrar; • Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli; • Byggjum upp á KA - og Þórssvæðinu. • Byggjum akstursíþróttaaðstöðu við Glerá; • Tryggjum fimleikafólki aðstöðu sem jafnast á við besta sem gerist; • Reisum reiðhöll á hesthúsasvæðinu við Hlíðarholt; • Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður; • Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna; • Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn; • Við teljum að málefni fatlaðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki; • Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar; • Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey"; • Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akureyri; • Við viljum efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á landsbyggðinni; • Við viljum að bæjarstjórinn, það er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Akureyrarbæjar, verði ráðinn á faglegum forsendum; • Auðveldum bæjarbúum að fylgjast með hvað kjörnir fulltrúar þeirra eru að gera, hvernig bæjarstjórn vinnur. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Nú er stefnan sett á 3 bæjarfulltrúa. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa hennar og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. Stefnuskrá L-listans, lista fólksins fyrir næsta kjörtímabil er unnin eftir þeim markmiðum sem flokksmenn hafa sett sér, eftir spurningunni: "Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtímabils, árið 2010?" Í stefnuskrá L-listans segir m.a.; "Við viljum að Akureyri verði enn betri bær og til þess leggjum við áherslu á meðal annars eftirfarandi mál: • Bætt skipulag innanbæjarsamgangna; • Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi; • Ljúka skipulagi háskólasvæðis; • Akureyri sé fjölskylduvænn bær; • Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu; • Frítt í strætó! • Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi - án skólagjalda; • Einkavæðum ekki skólana; • Leik- og grunnskólar: Heitur matur í hádeginu, eldaður á Akureyri! • Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings; • Orkuháskólinn er boðinn velkominn! • Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af; • Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði; • Vinnum markvist að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gerum Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki; • Vinnum markvisst að markaðssetningu Akureyrar; • Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli; • Byggjum upp á KA - og Þórssvæðinu. • Byggjum akstursíþróttaaðstöðu við Glerá; • Tryggjum fimleikafólki aðstöðu sem jafnast á við besta sem gerist; • Reisum reiðhöll á hesthúsasvæðinu við Hlíðarholt; • Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður; • Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna; • Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn; • Við teljum að málefni fatlaðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki; • Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar; • Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey"; • Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akureyri; • Við viljum efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á landsbyggðinni; • Við viljum að bæjarstjórinn, það er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Akureyrarbæjar, verði ráðinn á faglegum forsendum; • Auðveldum bæjarbúum að fylgjast með hvað kjörnir fulltrúar þeirra eru að gera, hvernig bæjarstjórn vinnur.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira