Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi 23. ágúst 2006 11:12 Mýrdalsjökull MYND/Stefán Karlsson Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker. Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker.
Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira