Upplausn ríkir víða í Mexíkó 23. ágúst 2006 07:30 Kennari í kjarabaráttu Notast er við teygjubyssur, rör, planka og kylfur, í hinni harðvítugu kjarabaráttu sem nú virðist vera að breytast í allsherjar uppreisn í hinni gömlu Oaxaca-borg. MYND/AP Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu. Erlent Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu.
Erlent Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira