Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir 19. október 2006 03:30 Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum. Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum.
Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum