Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna 24. september 2006 05:30 Strandlengjan við Skúlagötu. Skipulagsfræðingur segir varnargarða vitlausu megin við Sæbrautina. Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira