Eldur kviknaði í farþegaskipinu Lagarfljótsorminum snemma í gærmorgun. Vakthafandi lögreglumaður sagði eldinn hafa kviknað út frá rafmagnsofni en greiðlega hefði gengið að slökkva hann. Skemmdir væru þó talsverðar, þá aðallega af sóti og reyk.
Alfreð Steinar Rafnsson, skipstjóri Lagarfljótsormsins, sagði að nær samstundis og eldurinn var slökktur hefðu viðgerðir verið hafnar og útlit væri fyrir að ormurinn yrði kominn á fullt skrið næsta föstudag.