Mótmælt við Alþingishúsið

Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni.