Skólplögnin er í vafasömu ástandi 2. október 2006 04:30 Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður með fasteignum á varnarsvæðinu, er í hópi þeirra Íslendinga sem þekkja varnarsvæðið og ástand fasteigna þar hvað best. Hann telur skólplögnina „í vafasömu ástandi“ og vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. MYND/víkurfréttir Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn. Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn.
Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45