Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal 22. ágúst 2006 19:45 Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta
Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira