Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða 20. október 2006 12:34 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira