Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju 21. ágúst 2006 09:13 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans. Erlent Fréttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira