Íslendingar meti varnarþörf sína 28. nóvember 2006 12:08 Lettneskir hermenn á götu í Ríga í morgun, en mikill viðbúnaður er´í borginni vegna leiðtogafundarins. MYND/AP Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira