Stefnir í óefni 29. desember 2006 12:58 Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.Íslenska ríkið hefur að meðaltali tekjur af 150 til 500 flugum sem fara í gegnum íslenska lofthelgi á dag, en um 1.000 vélar fljúga yfir Norður-Atlantshafið daglega. Ef flugumferðarstjórar ráða sig ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið beint í ríkara mæli suður fyrir íslenska svæðið.Að sögn talsmanns British Airways býst félagið við vandræðum, en ekki hefur verið ákveðið til hvaða ráðstafana félagið mun grípa ef ekki leysist úr deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir.Loftur Jóhannsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að breyting á flugleiðum hafi að öllu jöfnu í för með sér aukin fjárútlát fyrir flugfélög og þau geti jafnvel verið veruleg ef um er að ræða mikla lengingu á flugleiðinni. Flugstjórn í Bretlandi mun beina öllu Norður- Atlantshafsflugi suður fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið, um flugstjórnarsvæði Kanadamanna.Loftur segir stöðuna vegna ráðninga flugumferðastjóra til Flugstoða vera óbreytta svo nú lítur út fyrir að stefni í óefni fyrsta janúar, en talið er að lítil röskun verði á millilandaflugi Icelandair til og frá landinu. Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.Íslenska ríkið hefur að meðaltali tekjur af 150 til 500 flugum sem fara í gegnum íslenska lofthelgi á dag, en um 1.000 vélar fljúga yfir Norður-Atlantshafið daglega. Ef flugumferðarstjórar ráða sig ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið beint í ríkara mæli suður fyrir íslenska svæðið.Að sögn talsmanns British Airways býst félagið við vandræðum, en ekki hefur verið ákveðið til hvaða ráðstafana félagið mun grípa ef ekki leysist úr deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir.Loftur Jóhannsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að breyting á flugleiðum hafi að öllu jöfnu í för með sér aukin fjárútlát fyrir flugfélög og þau geti jafnvel verið veruleg ef um er að ræða mikla lengingu á flugleiðinni. Flugstjórn í Bretlandi mun beina öllu Norður- Atlantshafsflugi suður fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið, um flugstjórnarsvæði Kanadamanna.Loftur segir stöðuna vegna ráðninga flugumferðastjóra til Flugstoða vera óbreytta svo nú lítur út fyrir að stefni í óefni fyrsta janúar, en talið er að lítil röskun verði á millilandaflugi Icelandair til og frá landinu.
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira