Innlent

Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. Þrír drengir á aldrinum 12-14 ára voru grunaðir um verknaðinn og hefur einn af þeim viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunkanum.

Lögregla brýnir fyrir fólki að skilja ekki blaðabunka eftir í sameignum eða láta þá safnast saman á þeim stöðum þar sem að mikil hætta getur skapast ef að kviknar í þeim. Sérstaklega er gott að hafa þetta í huga núna um jólaleytið þar sem óvenju mikið af blöðum og auglýsingabæklingum er borið í hús um þessar mundir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×