Innlent

Dorrit Moussaieff valin kona ársins

Dorri Moussaieff forsetafrú er kona ársins 2006 samkvæmt útnefndingu tímaritsins Nýs lífs. Þetta verður tilkynnt á samkomu í Iðusölum í Lækjargötu klukkan 19 í kvöld.

Þetta er í sextánda sinn sem Nýtt líf útnefnir konu ársins en áður hafa meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Rannveig Rist, Vala Flosadóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Thelma Ásdísardóttir.

Eins og kunnugt er fékk Dorrit Moussaieff íslenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu en um það gat hún sótt eftir að hafa verið í fjögur ár í hjónabandi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×