Innlent

Pilturinn sem var stunginn fær að fara heim í dag

Pilturinn fær að fara heim í dag en hann var stunginn aðfaranótt laugardagsins.
Pilturinn fær að fara heim í dag en hann var stunginn aðfaranótt laugardagsins. MYND/GVA

Sautján ára piltur, sem stunginn var með hnífi í Kópavogi aðfaranótt laugardags, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Hann er nú á almennri deild og verður útskrifaður af spítalanum í dag.

Pilturinn var stunginn í hópslagsmálum við skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla. Stungan náði þrjá sentímetra inn í kviðarhol piltsins og var hann í bráðri lífshættu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×