Innlent

Fernt játar á sig tilraun til hraðbankaþjófnaðar

Þrír ungir menn og stúlka hafa viðurkennt að hafa reynt að stela hraðbanka í útibúi Landsbankans við Klettháls í Reykjavík í fyrradag. Eftir því sem kemur fram á vef lögreglunnar fór mennirnir þrír inn í anddyri bankans og reyndu að fjarlægja hraðbankann en gáfust upp við hálfnað verk því bankinn reyndist þeim ofviða. Stúlkan beið hins vegar í bíl fyrir utan á meðan mennirnir athöfnuðu sig í bankanum.

Myndir af piltunum náðust á öryggismyndavél í bankanum og voru þeir handteknir eftir að lögregla hafði skoðað þær.

Mennirnir meiddust lítils háttar við vinnu sína enda hraðbankinn bæði þungur og heimakær eins og lögregla orðar það. Tilgangurinn var að komast yfir peninga til að kaupa fíkniefni. Tvö þessara ungmenna höfðu komið við sögu árásanna á blaðberana í Fossvogi fyrir mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×