Innlent

Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér

Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir.

Öryggiskerfi bankans fór í gang eftir að hraðbankinn hafði verið fjarlægður og voru þjófarnir á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en rannsókns þess er í höndum auðgunarbrotadeildar lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×