Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða. Við það kastaðist vegfarandinn upp á vélarhlíf bílsins og þaðan á götuna og hlaut þungt höfuðhögg. Hann komst þó til sjálfs sín og var fluttur á sjúkrahús í Reykjanesbæ. Þar fór hann að kvarta undan verkjum í kviði og var hann því fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um slysið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×