Innlent

Magnús Ver og Hjalti Úrsus tókust á

Kraftajötnarnir Magnús Ver Magnússon og Hjalti Úrsus Árnason tókust á um það í Íslandi í bítið í morgun hvort aflraunakeppnin sem haldin var hér á landi um helgina með yfirskriftinni Sterkasti maður í heimi bæri nafn með rentu.

Keppnin heitir á ensku IFSA World Championship en Hjalti Úrsus heldur því fram að aðstandandur keppninnar, þar á meðal Magnús Ver, hafi komið óheiðarlega fram þar sem ekki sé um að ræða hina eiginlegu keppni um Sterkasta mann heims sem Magnús Ver og Jón Páll Sigmarsson unnu fjórum sinnum hvor á sínum tíma. Sú keppni heitir á ensku World Strongest Man og segir Hjalti að sú keppni hafi verið haldin hér á landi árið 1992.

Magnús Ver bendir hins vegar á að keppnin um helgina hafi ekki heitið Sterkasti maður heims heldur Sterkasti maður í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×