Innlent

Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf.

Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. Um var að ræða svokallaðan rækjuflokkara og deildu fyrirtækin um hvort framleiðsla og sala 3X á slíkri vél til Hraðfrystihúss Gunnvarar bryti gegn einkaleyfi sem Style hafði verið veitt.

Fór Style fram á það að 3X yrði bannað að framleiða, bjóða til sölu, setja á markað og nota flokkunarvélar, sem væru eins og eða sambærilegar við vél sem Style hefði sett upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru og krafðist staðfestingar á lögbanni þar að lútandi. Jafnframt fór Style fram á skaðabætur vegna málsins.

Hæstiréttur komst hins vegar að því að sú tæknilega aðferð, sem beitt var með vél sem 3X hafði smíðað til að mata rækju inn í aðra hluta búnaðarins, væri ekki sú sama eða jafngildi þeirrar sem fælist í einkaleyfi Style. Var því öllum kröfum Style hafnað og það dæmt til að greiða 3X tvær milljónir í málskotnað í héraði og fyrir Hæstarétti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×