Erlent

Fangar fá fjárbætur fyrir fráhvarfseinkenni

Hópur fyrrverandi fanga í Bretlandi fá greitt sem svarar 100 milljónum íslenskra króna vegna þess að þeir voru látnir hætta tafarlaust að neyta eiturlyfja í breskum fangelsum og fengu þeir harkaleg fráhvarfseinkenni. Fangarnir kölluðu þetta mannréttindabrot og ákvað dómarinn því þessa bótafjárhæð sem nemur 500 þúsundum á mann.

Stjórnvöld sættust með semingi á bótafjárhæðina utan réttarhalda, þar sem þetta var mun ódýrari lausn heldur en að reyna að verja málið fyrir rétti.

Einn fyrrverandi eiturlyfjasali sagði frá því að hann hefði ekki fengið neina meðferð við fíkn sinni eða fráhvarfseinkennum í þrjá mánuði og þegar hann á endanum hafi hrunið niður og þá hafi honum verið gefnar svefnpillur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×