Innlent

Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra

MYND/Vilhelm

Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði.

Tölur vinnumálastofnunar sýna enn fremur að flest atvinnuleyfin voru veitt fólki frá hinum nýju ríkjum ESB og voru Pólverjar fjölmennir í þeim hópi. Karlmenn er 85 prósent þeirra sem fengið hafa ný atvinnuleyfi.

Tölurnar voru sérstaklega teknar saman í ljósi þess að þann 1. maí voru felldar úr gildi aðgangstakmarkanir nýju ríkja ESB að íslenskum vinnumarkaði. Frá þeim degi þurfa ríkisborgarar þessara ríkja því ekki atvinnuleyfi til að stunda vinnu hérlendis. Hefur útgefnum atvinnuleyfum því eðli máls samkvæmt fækkað mjög frá 1. maí miðað við mánuðina á undan, segir á vef Vinnumálastofnunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×