Innlent

Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið

MYND/GVA

Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi. Úrhellisrigning fylgir þessu veðri og því nauðsynlegt að niðurföll séu í lagi.

Annað kvöld hvessir svo mjög á Vestfjörðum með norðvestan eða norðan stormi eða ofsaveðri. Því fylgir slydda og síðar snjókoma. Ekki er stórstreymt að þessu sinni og því flóðahætta minni en ella. En þó ber á það að líta á háflóð er við suðurströndina er um níuleytið eða þegar veðurhamurinn er sem verstur.

Smellið til að sjá veðurkort



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×