Innlent

Íslendingabók hugsanlega lokað

Óvíst er hvort ættfræðigrunnurinn Íslendingabók, sem Íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason ehf. starfrækja, verður opinn almenningi áfram því starfsmenn verkefnisins voru í hópi þeirra sem sagt var upp hjá Íslenskri erfðagreiningu um síðustu mánaðamót.

Grunnurinnn verður þó líklega opinn á meðan starfsmennirnir vinna uppsagnarfrest sinn eða næstu þrjá mánuði og verður sá tími nýttur til að kanna leiðir til að halda honum opnum fyrir almenningi. Fimm manns hafa starfað að verkefninu undanfarin misseri.

Íslendingabók var opnuð í upphafi árs 2003 en þar er að finna upplýsingar um ættir um það bil 720.000 manns, sem er um helmingur þeirra Íslendinga sem búið hafa á Íslandi frá landnámi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×