Innlent

Tvennt flutt á slysadeild eftir eldsvoða

Af vettvangi.
Af vettvangi. MYND/Vísir

Tvennt var flutt á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahús eftir að eldur kom upp í íbúð í Ferjubakkanum á ellefta tímanum. Um er að ræða karl og konu á sextugsaldri og náðu slökkviliðsmenn þeim út úr íbúðinni. Ekki fást upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning klukkan 22:16 um að eldur væri í húsinu. Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Rýma þurfti stigaganginn. Íbúar í húsinu hafast nú við í strætisvagni fyrir utan húsið og munu starfsmenn frá Rauða krossinum hlú að fólkinu. Ekki er vitað hver eldsupptök voru en íbúðin er stórskemmd eftir brunann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×