Innlent

Fannst látinn í Dyrdal

Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss.

Jóhann fór að heiman frá sér á fimmtudag og þegar ekkert hafði spurst til hans eftir það var hafin leit að honum í gær. Hann fannst sem fyrr segir á miðnætti í nótt og er talið að hann hafi orðið úti. Jóhann var 41 árs, ókvæntur og barnlaus. Lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum um menn sem virðast hafa gert sér leik að því að velta bifreið hins látna eftir að hann gekk frá henni á vettvangi en vísbendingar eru um að það hafi verið gert eftir að veður gekk niður á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×