Innlent

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Jóhanni Haraldssyni. Síðast er vitað um ferðir Jóhanns á Selfossi s.l. fimmtudag, 26.10. um miðjan dag. Hann var þá á fólksbifreið sem síðar fannst yfirgefin á Nesjavallarvegi. Líklegt er talið að Jóhann hafi yfirgefið bifreið sína þarna á fimmtudag. Jóhann er um 1.70 sm á hæð grannur dökk skolhærður með alskegg, talinn klæddur í ljósa og dökka úlpu og dökkar buxur.

Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Jóhanns eftir miðjan dag s.l. fimmtudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfoss í síma 480 1010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×