Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda 23. október 2006 17:45 Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira