Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur 19. október 2006 19:30 Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Í erindi Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta til Neytendastofu segir að Bræðurnir Ormsson hafi rekið lyftudeild, sem hafi annast uppsetningu og viðhald á búnaði sem þeir hafi selt. Gerðir hafi verið þjónustusamningar við eigendur lyfta þar sem sinnt hafi verið fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðavinnu fyrir ákveðna mánaðarlega þóknun. Ákveðið hafi verið að skilja rekstur lyftudeildar fyrirtækisins frá daglegum rekstri og hún hafi verið seld Íslandslyftum þann 5. janúar 2005. Seldar voru allar eignir, starfsemi og rekstur lyftudeildar, allir samningar sem Bræðurnir Ormsson höfðu gert við eigendur lyfta og rúllustiga um viðhald og þjónustu búnaðarins og aðrir samningar við eigendur lyfta sem voru í föstum viðskiptum við Bræðurna Ormsson. Einnig hafi fylgt með kaupunum öll viðskiptavild, sem tengdist rekstri lyftudeildar Bræðranna Ormsson. Þorsteinn Björnsson, deildarstjóri lyftudeildar Bræðranna Ormsson, hafi sætt sig illa við breytingarnar og látið af störfum. Hann hafi stofnað fyrirtækið Orms lyftur í febrúar 2005 og tilgangur þess sé lyftuþjónusta, sala á lyftum, lyftubúnaði og tengdum hlutum. Þorsteinn hafi sett sig í samband við viðskiptavini lyftudeildarinnar í því skyni að reyna að fá þá í viðskipti við Orms lyftur og hann hafi sent þeim bréf sem hafi falið í sér auglýsingu í skilningi samkeppnislaga. Í bréfinu sé að finna ýmsar fullyrðingar og upplýsingar sem feli í sér alvarleg brot gegn lögunum. Fellst Neytendastofa á sjónarmið Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta og bannar Orms lyftum að nota firmanafn sitt. Bannið tekur gildi 4 vikum eftir birtingu ákvörðunarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Í erindi Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta til Neytendastofu segir að Bræðurnir Ormsson hafi rekið lyftudeild, sem hafi annast uppsetningu og viðhald á búnaði sem þeir hafi selt. Gerðir hafi verið þjónustusamningar við eigendur lyfta þar sem sinnt hafi verið fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðavinnu fyrir ákveðna mánaðarlega þóknun. Ákveðið hafi verið að skilja rekstur lyftudeildar fyrirtækisins frá daglegum rekstri og hún hafi verið seld Íslandslyftum þann 5. janúar 2005. Seldar voru allar eignir, starfsemi og rekstur lyftudeildar, allir samningar sem Bræðurnir Ormsson höfðu gert við eigendur lyfta og rúllustiga um viðhald og þjónustu búnaðarins og aðrir samningar við eigendur lyfta sem voru í föstum viðskiptum við Bræðurna Ormsson. Einnig hafi fylgt með kaupunum öll viðskiptavild, sem tengdist rekstri lyftudeildar Bræðranna Ormsson. Þorsteinn Björnsson, deildarstjóri lyftudeildar Bræðranna Ormsson, hafi sætt sig illa við breytingarnar og látið af störfum. Hann hafi stofnað fyrirtækið Orms lyftur í febrúar 2005 og tilgangur þess sé lyftuþjónusta, sala á lyftum, lyftubúnaði og tengdum hlutum. Þorsteinn hafi sett sig í samband við viðskiptavini lyftudeildarinnar í því skyni að reyna að fá þá í viðskipti við Orms lyftur og hann hafi sent þeim bréf sem hafi falið í sér auglýsingu í skilningi samkeppnislaga. Í bréfinu sé að finna ýmsar fullyrðingar og upplýsingar sem feli í sér alvarleg brot gegn lögunum. Fellst Neytendastofa á sjónarmið Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta og bannar Orms lyftum að nota firmanafn sitt. Bannið tekur gildi 4 vikum eftir birtingu ákvörðunarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira