Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur 19. október 2006 19:30 Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Í erindi Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta til Neytendastofu segir að Bræðurnir Ormsson hafi rekið lyftudeild, sem hafi annast uppsetningu og viðhald á búnaði sem þeir hafi selt. Gerðir hafi verið þjónustusamningar við eigendur lyfta þar sem sinnt hafi verið fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðavinnu fyrir ákveðna mánaðarlega þóknun. Ákveðið hafi verið að skilja rekstur lyftudeildar fyrirtækisins frá daglegum rekstri og hún hafi verið seld Íslandslyftum þann 5. janúar 2005. Seldar voru allar eignir, starfsemi og rekstur lyftudeildar, allir samningar sem Bræðurnir Ormsson höfðu gert við eigendur lyfta og rúllustiga um viðhald og þjónustu búnaðarins og aðrir samningar við eigendur lyfta sem voru í föstum viðskiptum við Bræðurna Ormsson. Einnig hafi fylgt með kaupunum öll viðskiptavild, sem tengdist rekstri lyftudeildar Bræðranna Ormsson. Þorsteinn Björnsson, deildarstjóri lyftudeildar Bræðranna Ormsson, hafi sætt sig illa við breytingarnar og látið af störfum. Hann hafi stofnað fyrirtækið Orms lyftur í febrúar 2005 og tilgangur þess sé lyftuþjónusta, sala á lyftum, lyftubúnaði og tengdum hlutum. Þorsteinn hafi sett sig í samband við viðskiptavini lyftudeildarinnar í því skyni að reyna að fá þá í viðskipti við Orms lyftur og hann hafi sent þeim bréf sem hafi falið í sér auglýsingu í skilningi samkeppnislaga. Í bréfinu sé að finna ýmsar fullyrðingar og upplýsingar sem feli í sér alvarleg brot gegn lögunum. Fellst Neytendastofa á sjónarmið Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta og bannar Orms lyftum að nota firmanafn sitt. Bannið tekur gildi 4 vikum eftir birtingu ákvörðunarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Í erindi Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta til Neytendastofu segir að Bræðurnir Ormsson hafi rekið lyftudeild, sem hafi annast uppsetningu og viðhald á búnaði sem þeir hafi selt. Gerðir hafi verið þjónustusamningar við eigendur lyfta þar sem sinnt hafi verið fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðavinnu fyrir ákveðna mánaðarlega þóknun. Ákveðið hafi verið að skilja rekstur lyftudeildar fyrirtækisins frá daglegum rekstri og hún hafi verið seld Íslandslyftum þann 5. janúar 2005. Seldar voru allar eignir, starfsemi og rekstur lyftudeildar, allir samningar sem Bræðurnir Ormsson höfðu gert við eigendur lyfta og rúllustiga um viðhald og þjónustu búnaðarins og aðrir samningar við eigendur lyfta sem voru í föstum viðskiptum við Bræðurna Ormsson. Einnig hafi fylgt með kaupunum öll viðskiptavild, sem tengdist rekstri lyftudeildar Bræðranna Ormsson. Þorsteinn Björnsson, deildarstjóri lyftudeildar Bræðranna Ormsson, hafi sætt sig illa við breytingarnar og látið af störfum. Hann hafi stofnað fyrirtækið Orms lyftur í febrúar 2005 og tilgangur þess sé lyftuþjónusta, sala á lyftum, lyftubúnaði og tengdum hlutum. Þorsteinn hafi sett sig í samband við viðskiptavini lyftudeildarinnar í því skyni að reyna að fá þá í viðskipti við Orms lyftur og hann hafi sent þeim bréf sem hafi falið í sér auglýsingu í skilningi samkeppnislaga. Í bréfinu sé að finna ýmsar fullyrðingar og upplýsingar sem feli í sér alvarleg brot gegn lögunum. Fellst Neytendastofa á sjónarmið Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta og bannar Orms lyftum að nota firmanafn sitt. Bannið tekur gildi 4 vikum eftir birtingu ákvörðunarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira