Innlent

Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði

Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða. Hann kom svo sjálfviljugur út úr húsinu rétt fyrir klukkan þrjú og var þá handtekinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×