Innlent

Önnur konan alvarlega slösuð

Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild.

Hálftíma síðar, eða um klukkan hálfníu, var bíl ekið á aðra konu m þrítugt þar sem hún var á leið eftir gagnbraut yfir Miklubrautina skammt frá gatnamótunum við Reykjahlíð, vestast á Miklubraut. Hún hlaut höfuðáverka auk áverka á kvið og fótum en er þó ekki talin í lífshættu. Í því tilviki er meðal annars verið að rannsaka hvort ökumaðurinn hafi ekið gegn rauðu gangbrautarljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×