Innlent

Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli

MYND/GVA

Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu. Í bréfinu segjast fangarnir ætla að fara í hungurverkfall ef ekki verið komið til móts við kröfur þeirra fyrir næstkomandi föstudag. Allir þeirra tíu fanga sem nú sitja inni í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg ætla að taka þátt í þessum aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×