Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. Nú starfa þrír fastráðnir starfsmenn hjá embættinu en fjöldi stöðugilda hefur verið sá sami síðan árið 1996 þrátt fyrir að málum hafi fjölgað.
